Reykjavíkurborg niðurstaða úr skuldabréfaútboðiReykjavíkurborg hefur lokið útgáfu á nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki RVK 44 1.
Heildartilboð í RVK 44 1 voru samtals 4.330 m.kr. að nafnvirði á kröfunni 3,79%-3,95%. Ákveðið var taka tilboðum, samtals að nafnvirði 4.130 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 3,90%. RVK 44 1, er jafngreiðslubréf sem ber 3,75% vexti með tvo gjalddaga á ári og lokagjalddaga árið 2044. Landsbankinn hafði umsjón með útboðinu. Uppgjör viðskipta fer fram miðvikudaginn 25. september. Nánari upplýsingar veita: Bjarki Rafn Eiríksson, skrifstofa fjárstýringar og innheimtu, netfang: bjarki.rafn.eiriksson@reykjavik.is Gunnar S Tryggvason, markaðsviðskipti Landsbanka, netfang: gunnar.s.tryggvason@landsbankinn.is
|