TORONTO, ONTARIO, Nov. 14, 2023 (GLOBE NEWSWIRE) -- („Amaroq“ eða „fyrirtækið“ eða „félagið“)
Fjárhagsleg afkoma þriðja ársfjórðungs 2023
Framkvæmdir í Nalunaq námunni hafnar með góðum árangri
TORONTO, ONTARIO – 14. nóvember 2023 – Amaroq Minerals Ltd. (AIM, TSXV, NASDAQ Iceland: AMRQ), auðlindafélag með víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Suður-Grænlandi, birtir fjárhagslega afkomu þriðja ársfjórðungs 2023.
Helstu atriði um fyrirtækið á þriðja ársfjórðungi 2023
Helstu atriði úr rekstrinum á þriðja ársfjórðungi 2023
Meginframmistöðuvísar fyrir Nalunaq-verkefnið
Horfur á fjórða ársfjórðungi 2023
Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, sagði:
„Framkvæmdin okkar er á ætlun til þess að að hefja árangursríka og sjálfbæra námuvinnslu í Nalunaq. Í kjölfar tímabilsins, og undirritun tveggja lykilþjónustusamninga, hófum við endurbætur á námum á svæðinu og ég hlakka til að greina frekar frá gangi mála í Nalunaq síðar á árinu.
Sem fyrr einbeitum við okkur að jarðefnaleit á tilgreindum svæðum og á nýliðnum fjórðungi lukum við rannsóknarborunum á tveimur lykilsvæðum í Sava-koparbeltinu, auk þess að hefja boranir í jarðlög í leit að nikkeli, kopar og kóbalt í Stendalen. Niðurstaðna er að vænta á fjórða ársfjórðungi 2023 eða fyrsta ársfjörðungi 2024.“
Framvinda rekstraráætlunar á þriðja ársfjórðungi 2023
Þróunaráætlun fyrir Nalunaq
Gullleitarverkefni
Verkefni um verðmæt jarðefni (Amaroq 51%)
Fjarbúðir hafa verið settar upp skammt fyrir utan Stendalen til að bora holuna.
Fjárhagsleg afkoma Amaroq
Eftirfarandi valin fjármálagögn eru fengin úr efnahagsreikningi fyrir mánuðina þrjá til og með 30. september 2023.
Fjárhagsleg afkoma
Í þrjá mánuði til og með 30. september | Í níu mánuði til og með 30. september | |||
2023 USD | 2022 USD | 2023 USD | 2022 USD | |
Kostnaður við rannsóknir og mat | 2.277.540 | 5.567.361 | 5.737.256 | 11.003.192 |
Kostnaður við þróun á vinnusvæði | (1.825.441) | - | - | - |
Almennur kostnaður og umsýslukostnaður | 2.632.041 | 1.859.725 | 8.015.257 | 6.946.432 |
(Hagnaður) tap vegna tapaðra yfirráða yfir dótturfélagi | - | - | (31.340.880) | - |
Hlutdeild í 3ja og 9 mánaða tapi vegna hlutdeildarfélaga með hlutdeildaraðferð | 3.381.749 | - | 5.021.231 | - |
Hagnaður (tap) og heildarafkoma (tap) | (6.555.222) | (7.012.481) | 13.425.594 | (17.472.618) |
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður (tap) á almennan hlut | (0,02) | (0,04) | 0,04 | (0,10) |
Fjárhagsstaða
Miðað við 30. september | Miðað við 30. júní | |
2023 USD | 2023 USD | |
Handbært fé | 53.655.954 | 39.669.852 |
Heildareignir | 111.193.232 | 87.686.844 |
Heildarskammtímaskuldir (fyrir skuldir vegna breytanlegra skuldabréfa) | 2.818.672 | 2.980.657 |
Eigið fé | 77.982.519 | 84.089.457 |
Hreint veltufé (fyrir skuldir vegna breytanlegra skuldabréfa) | 58.690.730 | 41.017.725 |
Eigið fé í gullvinnslu (utan 22,5 milljóna Bandaríkjadala eyrnamerkt leit að verðmætum jarðefnum) | 92.353.824 | 39.669.852 |
Lýkur
Fyrirspurnir:
Amaroq Minerals Ltd.
Eldur Ólafsson, forstjóri
eo@amaroqminerals.com
Eddie Wyvill, viðskiptaþróun
+44 (0)7713 126727
ew@amaroqminerals.com
Stifel Nicolaus Europe Limited (tilnefnt sem ráðgjafarfyrirtæki og verðbréfamiðlari)
Callum Stewart
Varun Talwar
Simon Mensley
Ashton Clanfield
+44 (0) 20 7710 7600
Panmure Gordon (UK) Limited (sameiginlegur verðbréfamiðlari)
John Prior
Hugh Rich
Dougie Mcleod
+44 (0) 20 7886 2500
Landsbankinn hf. (skráningaraðili)
Ellert Arnarson
Ellert.Arnarson@landsbankinn.is
Camarco (fjármálaupplýsingagjöf)
Billy Clegg
Elfie Kent
Charlie Dingwall
+44 (0) 20 3757 4980
Til að fá fréttir af félaginu:
Fylgið @Amaroq_minerals á Twitter
Fylgið Amaroq Minerals Inc. á LinkedIn
Frekari upplýsingar:
Um Amaroq Minerals
Helstu viðskiptamarkmið Amaroq Minerals eru að finna, rannsaka og þróa námur með gulli og öðrum verðmætum málmum á Grænlandi. Helsta eign félagsins er 100% eignarhlutur í Nalunaq-verkefninu, námugreftri á þróunarstigi sem er vel á veg kominn og með vinnsluleyfi sem tekur meðal annars til Nalunaq-gullnámunnar þar sem gröftur var stundaður áður. Fyrirtækið er með leyfi til að vinna gull og aðra verðmæta málma úr jörðu á Suður-Grænlandi, meðal annars úr gullbeltunum tveimur sem vitað er um á svæðinu. Amaroq Minerals er stofnsett samkvæmt kanadískum fyrirtækjalögum og er eini eigandi Nalunaq A/S, sem er stofnsett samkvæmt grænlenskum lögum um hlutafélög.
Tilteknar staðhæfingar í þessari tilkynningu teljast til „staðhæfinga um framtíðarhorfur“ eða „upplýsinga um framtíðarhorfur“ í skilningi gildandi verðbréfalaga. Slíkar staðhæfingar og upplýsingar fela í sér þekktar og óþekktar áhættur, óvissuþætti og aðra þætti sem kunna að valda því að raunniðurstöður, afkoma eða árangur félagsins, verkefna þess eða atvinnugreinarinnar verði efnislega frábrugðin þeim niðurstöðum, afkomu eða árangri sem slíkar staðhæfingar eða upplýsingar um framtíðina fela í sér eða gefa í skyn. Staðhæfingar af þessu tagi þekkjast á orðalagi svo sem „ef til vill“, „myndi“, „gæti“, „mun“, „hyggjumst“, „væntum“, „trúum“, „fyrirhugum“, „vonumst“, „áætlum“, „höfum í hyggju“, „spáum“, „gerum ráð fyrir“ og öðrum álíka hugtökum, eða tekið er fram að tilteknar aðgerðir, atburðir eða niðurstöður „gætu“, „myndu hugsanlega“ eða „munu“ verða framkvæmdar eða eiga sér stað. Þessar staðhæfingar endurspegla núverandi væntingar félagsins um verðandi atburði, afkomu og niðurstöður og eiga aðeins við um stöðu mála á útgáfudegi þessarar tilkynningar.
Í staðhæfingum og upplýsingum um framtíðarhorfur felst töluverð áhætta og óvissa og ekki skal skilja þær sem fullvissu um framtíðarafkomu eða -niðurstöður enda gefa þær ekki endilega nákvæma vísbendingu um hvort viðkomandi árangur náist. Ýmsir þættir gætu valdið því að raunverulegar niðurstöður verði verulega frábrugðnar niðurstöðunum sem fjallað er um í staðhæfingum eða upplýsingum um framtíðina. Þar má til dæmis nefna verulega neikvæða þróun, óvæntar breytingar á lögum, regluverki eða framkvæmd viðeigandi yfirvalda, vanefndir aðila sem félagið hefur samið við, væringar í samfélaginu eða á vinnumarkaði, breytingar á hrávöruverði, og aðstæður þar sem rannsóknir, endurbætur, þróun eða námuvinnsla skilar ekki tilætluðum árangri eða niðurstöðum sem réttlæta og skapa grundvöll fyrir áframhaldandi rannsóknir, tilraunir, þróun eða starfsemi.
Hvorki TSX Venture Exchange né eftirlitsaðili kauphallarinnar (samkvæmt skilgreiningu í reglum TSX Venture Exchange) ábyrgist að upplýsingarnar í þessari tilkynningu séu fullnægjandi eða réttar.
Orðalisti
Ag | silfur |
Au | gull |
Mt | Milljarður tonna |
Cu | kopar |
g | grömm |
g/t | grömm í hverju tonni |
km | kílómetrar |
Koz | þúsund únsur |
m | metrar |
Mo | mólýbden |
MRE | Mineral Resource Estimate (áætlaðar auðlindir í jarðvegi) |
Nb | níóbíum |
Ni | nikkel |
oz | únsur |
REE | Rare Earth Elements (sjaldgæfir jarðmálmar) |
t | tonn |
Ti | títaníum |
t/m3 | tonn í hverjum rúmmetra |
U | úran |
USD/ozAu | Bandaríkjadalir fyrir hverja únsu af gulli |
V | vanadíum |
Zn | sink |
Innherjaupplýsingar
Þessi tilkynning inniheldur innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. bresku útgáfu reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðsmisnotkun („UK MAR“) og er hluti af breskum landslögum samkvæmt ákvæðum laganna um úrsögn úr Evrópusambandinu frá 2018 og reglugerð (ESB) nr. 596/2014 um markaðsmisnotkun („EU MAR“).
Yfirlýsing hæfs aðila
Tæknilegu upplýsingarnar í þessari fréttatilkynningu voru samþykktar af James Gilbertson, CGeol, sem er framkvæmdastjóri rannsókna hjá Amaroq Minerals og jarðfræðingur við Geological Society of London, og telst sem slíkur vera hæfur aðili í skilningi NI 43-101.