English Icelandic
Birt: 2023-11-14 19:20:00 CET
Amaroq Minerals Ltd.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Framkvæmdir í Nalunaq námunni hafnar með góðum árangri

TORONTO, ONTARIO, Nov. 14, 2023 (GLOBE NEWSWIRE) -- („Amaroq“ eða „fyrirtækið“ eða „félagið“)

Fjárhagsleg afkoma þriðja ársfjórðungs 2023

Framkvæmdir í Nalunaq námunni hafnar með góðum árangri

TORONTO, ONTARIO – 14. nóvember 2023 – Amaroq Minerals Ltd. (AIM, TSXV, NASDAQ Iceland: AMRQ), auðlindafélag með víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Suður-Grænlandi, birtir fjárhagslega afkomu þriðja ársfjórðungs 2023.

Helstu atriði um fyrirtækið á þriðja ársfjórðungi 2023

  • Lausafjárstaða Amaroq-samstæðunnar nemur 115 milljónum Bandaríkjadala
  • Veltufé í Nalunaq (gull-fókus) nam C$59 milljónum 30. september 2023 (C$ 41 milljónir 30. júní 2023).
  • Veltufé í Gardaq (strategic Metals) er C$ 22,5 milljónir Bandaríkjadala (C$29,3 milljónir 30. júní 2023).
  • Gengið var frá C$ 50,9 milljóna lánsfjármögnun sem gerir kleift að hefja vinnslu í Nalunaq-gullnámunni.
  • Amaroq lauk við að flytja skráningu hlutabréfa sinna á Íslandi af Nasdaq First North Growth yfir á aðalmarkað Nasdaq í september 2023.
  • Lokið við árangursríkustu boranirnar í Nalunaq til þessa, Félagið mun gefa upp frekari upplýsingar um þýðingu þessara niðurstaða þegar allar niðurstöður liggja fyrir.
  • Verulega auknar heimildir til námurannsókna á Suður-Grænlandi í kjölfar tveggja nýrra námurannsóknaleyfa.

Helstu atriði úr rekstrinum á þriðja ársfjórðungi 2023

  • Verktakastarfsemi: Við lok þriðja ársfjórðungs 2023 hafði verið lokið við 75% af samningagerð fyrir vinnslustöðina, innviði og byggingarstarfsemi, sem og endurbætur á námum neðanjarðar og námugröft.
  • Verkfræði: Við lok þriðja ársfjórðungs 2023 hafði verið lokið við 63% af verkfræðivinnu við vinnslustöðina.
  • Mannvirkjagerð: Nær lokið við undirstöður fyrir vinnslustöð á gulli. Stækkunin og betrumbæturnar á vinnubúðunum í Nalunaq eru vel á veg komnar og þegar er búið að koma upp 30 manna auka gistiaðstöðu fyrir veturinn. Íhlutir fyrir vinnslustöðina berast samkvæmt áætlun.
  • Námugröftur: Lokið var við kaup á öllum nauðsynlegum búnaði og vélum fyrir endurbætur á námunni. Vinna við endurbætur á námunni hófst í október 2023.
  • Tilraunaboranir í Nalunaq: Lokið var við 1.735 metra boranir á svæðinu sem liggur út frá fjalllendinu („Mountain Block“). Þar mældist með annars meira gullmagn en hefur áður mælst í meginæðinni, eða 182 g/t af gulli yfir 0,69 m. Boranir staðfestu samsíða „75-æð“ í slútvegg þar sem gullmagn mælist allt að 256 g/t yfir 0,5 m.
  • Verðmæt jarðefni: Amaroq lauk tilraunaborunum á tveimur stöðum í Sava-koparbeltinu og hóf boranir í jarðlögum á Stendalen-Nikkel, Kopar og kóbalt svæðinu.

Meginframmistöðuvísar fyrir Nalunaq-verkefnið

  • Alls 33.684 vinnustundir á þriðja ársfjórðungi 2023.
  • Á tímabilinu unnu að meðaltali 32 manns á vinnusvæðinu í Nalunaq.
  • Enginn tapaður tími vegna vinnuslysa árið 2023 til þessa.
  • Fyrirtækið er staðráðið í að tryggja innfæddum atvinnu og hefur hlutfall innfæddra starfsmanna í Nalunaq verið 59% það sem af er árinu 2023.
  • Frekari fréttir um gang mála í Nalunaq verða birtar síðar á árinu.

Horfur á fjórða ársfjórðungi 2023

  • Heimildir: Áætlað er að opinbert samráðsferli vegna umhverfismats og mats á samfélagslegum áhrifum fyrir Nalunaq fari fram á fjórða ársfjórðungi 2023.
  • Verktakastarfsemi: Áætlað er að lykilsamningsferlum verði 100% lokið með undirritun samningsins við EPCM í lok fjórða ársfjórðungs 2023.
  • Verkfræði: Áætlað er að heildarverkfræðivinnu við vinnslustöðina verði 85% lokið í lok fjórða ársfjórðungs 2023.
  • Mannvirkjagerð: Markmiðið er að ljúka 50% heildarvinnu fyrir lok fjórða ársfjórðungs 2023 og hefja framkvæmdir á aðalbyggingu vinnslustöðvarinnar á fjórða ársfjórðungi 2023.
  • Endurbætur á námu: Áætlað er að lokið verði við endurbætur á inngöngum Nalunaq-námunnar við 300 og 450 m, auk þess að lagfæra aðgangsrampinn við 720 m á fjórða ársfjórðungi 2023.
  • Innviðir: Áætlað er að ljúka við að stækka og bæta 50 manna grunnbúðirnar í Nalunaq þannig að þær hýsi 88 manns fyrir árslok 2023.
  • Tilraunaboranir í Nalunaq: Búist er við frekari niðurstöðum úr tveimur nýjum sýnatökum í 75-æðinni á fjórða ársfjórðungi 2023.
  • Verðmæt jarðefni: Niðurstöður úr borunum í Sava koparbeltinu og frumniðurstöður úr borunum í jarðlög í Stendalen eru væntanlegar á fjórða ársfjórðungi 2023 eða fyrsta ársfjórðungi 2024.

Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, sagði:

„Framkvæmdin okkar er á ætlun til þess að að hefja árangursríka og sjálfbæra námuvinnslu í Nalunaq. Í kjölfar tímabilsins, og undirritun tveggja lykilþjónustusamninga, hófum við endurbætur á námum á svæðinu og ég hlakka til að greina frekar frá gangi mála í Nalunaq síðar á árinu.

Sem fyrr einbeitum við okkur að jarðefnaleit á tilgreindum svæðum og á nýliðnum fjórðungi lukum við rannsóknarborunum á tveimur lykilsvæðum í Sava-koparbeltinu, auk þess að hefja boranir í jarðlög í leit að nikkeli, kopar og kóbalt í Stendalen. Niðurstaðna er að vænta á fjórða ársfjórðungi 2023 eða fyrsta ársfjörðungi 2024.“

Framvinda rekstraráætlunar á þriðja ársfjórðungi 2023

Þróunaráætlun fyrir Nalunaq

  • Nalunaq
    • Flutningur á búnaði og starfsfólki hefur gengið vel og búist er við að endurbætur á námunni í Nalunaq hefjist á fjórða ársfjórðungi 2023, þar á meðal uppsetning allrar nauðsynlegrar námuvinnsluþjónustu á „Mountain Block“-svæðinu til undirbúnings fyrir fyrirhugaða námuvinnslu á næsta ári.
    • Að lokinni undirritun á lykilsamningum og kaupum á öllum helstu vörum með lengri afhendingartíma fyrir vinnslustöðina hyggst félagið hefja byggingu á aðalbyggingu vinnslustöðvarinnar á fjórða ársfjórðungi 2023.
    • Áætlað er að stækkun og endurbótum á heilsársbúðunum í Nalunaq ljúki fyrir árslok 2023.
    • Félagið hyggst greina frekar frá framvindu þróunarverkefnisins í Nalunaq síðar á árinu.

Gullleitarverkefni

  • Nalunaq
    • Að loknum borunum á „Mountain Block“-svæðinu mældust mestu gæði í sýnatöku fyrirtækisins í meginæðinni frá upphafi, eða 182 g/t af gulli yfir 0,69 m í rannsóknum á framlengingu ofan fjalllendisins.
    • Nýjar æðar í slútvegg hafa uppgötvast, þar á meðal með 250 g/t af gulli yfir 0,5 m í 75-æðinni, með svipaða þykkt og meginæðin, sem eykur möguleikana á að hægt sé að vinna málma úr jörð handan meginæðarinnar.
    • Amaroq væntir enn fremur niðurstaðna úr tveimur öðrum sýnatökum úr 75-æðinni sem rannsóknarstofan er að greina um þessar mundir.
    • Frekari jarðvegskannanir eru fyrirhugaðar á fjórða ársfjórðungi 2023 með það fyrir augum að greina nýtt hágæðanámavinnslusvæði við hliðina á fjalllendinu („Mountain Block“-svæðinu).

  • Nanoq

    • ALS Goldspot gerði ítarlega úttekt á niðurstöðum úr jarðeðlisfræðilegum mælingum árið 2022 til að geta greint fyrirliggjandi og ný gullleitarsvæði með nákvæmari hætti, og frekari yfirborðsrannsóknir og undirbúningur borana eru fyrirhuguð árið 2024.
  • Vagar-hryggurinn
    • Amaroq heldur áfram að þróa jarðfræði- og jarðefnalíkön til að byggja frekari rannsóknir á. Í því felst meðal annars frekari gagnaöflun og -greining og ítarlegri jarðfræðileg kortlagning og sýnatökur.

Verkefni um verðmæt jarðefni (Amaroq 51%)

  • Sava-koparbeltið (Sava/Norður-Sava)
    • Rannsóknarborunum á tveimur lykilleitarsvæðum í Sava, annað með áherslu á kopar/mólýbden og hitt á kopar/gull, var haldið áfram á fjórðungnum og borkjarnar fluttir til skráningar og sýnatöku í Nalunaq. Niðurstöður eru væntanlegar á fjórða ársfjórðungi 2023.
    • Auk þess hyggst félagið gera þyngdaraflsmælingar á jarðlögum á öllu Sava-námuvinnslusvæðinu til að ganga úr skugga um að tekið sé mið af öllu mögulegu koparbeltinu.

  • Stendalen

    • Að lokinni úttekt og greiningu á fjölda leitarsvæða hófst borun í jarðlögum í Stendalen á ársfjórðungnum til þess að taka sýni af mögulegum málmum úr platínumflokki og nikkel-koparsúlfíði á miklu dýpi.

Fjarbúðir hafa verið settar upp skammt fyrir utan Stendalen til að bora holuna.

  • Áætlað er að ljúka við að bora þessa holu á fjórða ársfjórðungi.

  • Kobberminebugt

    • Yfirfborðsmælingar (Geophysical survey) á öllu svæðinu þar sem áður var koparnáma hefur farið fram og niðurstaðna er að vænta á fjórða ársfjórðungi 2023.
  • Paatasoq
    • Könnun á svæðinu öllu til að meta líkur á sjaldgæfum jarðefnum og mikilvægum málmum var framkvæmd með aðstoð University of St Andrews og niðurstöður og ályktanir eru væntanlegar á fjórða ársfjórðungi 2023.

Fjárhagsleg afkoma Amaroq

Eftirfarandi valin fjármálagögn eru fengin úr efnahagsreikningi fyrir mánuðina þrjá til og með 30. september 2023.

Fjárhagsleg afkoma

 Í þrjá mánuði til og með 30. septemberÍ níu mánuði til og með 30. september
 2023
USD
2022
USD
2023
USD
2022
USD
Kostnaður við rannsóknir og mat2.277.5405.567.3615.737.25611.003.192
Kostnaður við þróun á vinnusvæði(1.825.441)---
Almennur kostnaður og umsýslukostnaður2.632.0411.859.7258.015.2576.946.432
(Hagnaður) tap vegna tapaðra yfirráða yfir dótturfélagi--(31.340.880)-
Hlutdeild í 3ja og 9 mánaða tapi vegna hlutdeildarfélaga með hlutdeildaraðferð3.381.749-5.021.231-
Hagnaður (tap) og heildarafkoma (tap)(6.555.222)(7.012.481)13.425.594(17.472.618)
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður (tap) á almennan hlut(0,02)(0,04)0,04(0,10)

Fjárhagsstaða

 Miðað við 30. septemberMiðað við 30. júní
 2023
USD
2023
USD
Handbært fé53.655.95439.669.852
Heildareignir111.193.23287.686.844
Heildarskammtímaskuldir (fyrir skuldir vegna breytanlegra skuldabréfa)2.818.6722.980.657
Eigið fé77.982.51984.089.457
Hreint veltufé (fyrir skuldir vegna breytanlegra skuldabréfa)58.690.73041.017.725
Eigið fé í gullvinnslu (utan 22,5 milljóna Bandaríkjadala eyrnamerkt leit að verðmætum jarðefnum)92.353.82439.669.852

Lýkur

Fyrirspurnir:  
Amaroq Minerals Ltd.  
Eldur Ólafsson, forstjóri  
eo@amaroqminerals.com  
  
 Eddie Wyvill, viðskiptaþróun
+44 (0)7713 126727  
ew@amaroqminerals.com  
  
Stifel Nicolaus Europe Limited (tilnefnt sem ráðgjafarfyrirtæki og verðbréfamiðlari)  
Callum Stewart  
Varun Talwar  
Simon Mensley  
Ashton Clanfield  
+44 (0) 20 7710 7600  
  
Panmure Gordon (UK) Limited (sameiginlegur verðbréfamiðlari)  
John Prior  
Hugh Rich  
Dougie Mcleod  
+44 (0) 20 7886 2500  
  
Landsbankinn hf. (skráningaraðili)  
Ellert Arnarson  
Ellert.Arnarson@landsbankinn.is 

Camarco (fjármálaupplýsingagjöf)  
Billy Clegg  
Elfie Kent  
Charlie Dingwall  
+44 (0) 20 3757 4980  

Til að fá fréttir af félaginu:  
Fylgið @Amaroq_minerals á Twitter  
Fylgið Amaroq Minerals Inc. á LinkedIn  

Frekari upplýsingar:  

Um Amaroq Minerals  

Helstu viðskiptamarkmið Amaroq Minerals eru að finna, rannsaka og þróa námur með gulli og öðrum verðmætum málmum á Grænlandi. Helsta eign félagsins er 100% eignarhlutur í Nalunaq-verkefninu, námugreftri á þróunarstigi sem er vel á veg kominn og með vinnsluleyfi sem tekur meðal annars til Nalunaq-gullnámunnar þar sem gröftur var stundaður áður. Fyrirtækið er með leyfi til að vinna gull og aðra verðmæta málma úr jörðu á Suður-Grænlandi, meðal annars úr gullbeltunum tveimur sem vitað er um á svæðinu. Amaroq Minerals er stofnsett samkvæmt kanadískum fyrirtækjalögum og er eini eigandi Nalunaq A/S, sem er stofnsett samkvæmt grænlenskum lögum um hlutafélög.

Tilteknar staðhæfingar í þessari tilkynningu teljast til „staðhæfinga um framtíðarhorfur“ eða „upplýsinga um framtíðarhorfur“ í skilningi gildandi verðbréfalaga. Slíkar staðhæfingar og upplýsingar fela í sér þekktar og óþekktar áhættur, óvissuþætti og aðra þætti sem kunna að valda því að raunniðurstöður, afkoma eða árangur félagsins, verkefna þess eða atvinnugreinarinnar verði efnislega frábrugðin þeim niðurstöðum, afkomu eða árangri sem slíkar staðhæfingar eða upplýsingar um framtíðina fela í sér eða gefa í skyn. Staðhæfingar af þessu tagi þekkjast á orðalagi svo sem „ef til vill“, „myndi“, „gæti“, „mun“, „hyggjumst“, „væntum“, „trúum“, „fyrirhugum“, „vonumst“, „áætlum“, „höfum í hyggju“, „spáum“, „gerum ráð fyrir“ og öðrum álíka hugtökum, eða tekið er fram að tilteknar aðgerðir, atburðir eða niðurstöður „gætu“, „myndu hugsanlega“ eða „munu“ verða framkvæmdar eða eiga sér stað. Þessar staðhæfingar endurspegla núverandi væntingar félagsins um verðandi atburði, afkomu og niðurstöður og eiga aðeins við um stöðu mála á útgáfudegi þessarar tilkynningar.

Í staðhæfingum og upplýsingum um framtíðarhorfur felst töluverð áhætta og óvissa og ekki skal skilja þær sem fullvissu um framtíðarafkomu eða -niðurstöður enda gefa þær ekki endilega nákvæma vísbendingu um hvort viðkomandi árangur náist. Ýmsir þættir gætu valdið því að raunverulegar niðurstöður verði verulega frábrugðnar niðurstöðunum sem fjallað er um í staðhæfingum eða upplýsingum um framtíðina. Þar má til dæmis nefna verulega neikvæða þróun, óvæntar breytingar á lögum, regluverki eða framkvæmd viðeigandi yfirvalda, vanefndir aðila sem félagið hefur samið við, væringar í samfélaginu eða á vinnumarkaði, breytingar á hrávöruverði, og aðstæður þar sem rannsóknir, endurbætur, þróun eða námuvinnsla skilar ekki tilætluðum árangri eða niðurstöðum sem réttlæta og skapa grundvöll fyrir áframhaldandi rannsóknir, tilraunir, þróun eða starfsemi.

Hvorki TSX Venture Exchange né eftirlitsaðili kauphallarinnar (samkvæmt skilgreiningu í reglum TSX Venture Exchange) ábyrgist að upplýsingarnar í þessari tilkynningu séu fullnægjandi eða réttar.

Orðalisti

Agsilfur
Augull
MtMilljarður tonna
Cukopar
ggrömm
g/tgrömm í hverju tonni
kmkílómetrar
Kozþúsund únsur
mmetrar
Momólýbden
MREMineral Resource Estimate (áætlaðar auðlindir í jarðvegi)
Nbníóbíum
Ninikkel
ozúnsur
REERare Earth Elements (sjaldgæfir jarðmálmar)
ttonn
Titítaníum
t/m3tonn í hverjum rúmmetra
Uúran
USD/ozAuBandaríkjadalir fyrir hverja únsu af gulli
Vvanadíum
Znsink

Innherjaupplýsingar

Þessi tilkynning inniheldur innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. bresku útgáfu reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðsmisnotkun („UK MAR“) og er hluti af breskum landslögum samkvæmt ákvæðum laganna um úrsögn úr Evrópusambandinu frá 2018 og reglugerð (ESB) nr. 596/2014 um markaðsmisnotkun („EU MAR“).

Yfirlýsing hæfs aðila

Tæknilegu upplýsingarnar í þessari fréttatilkynningu voru samþykktar af James Gilbertson, CGeol, sem er framkvæmdastjóri rannsókna hjá Amaroq Minerals og jarðfræðingur við Geological Society of London, og telst sem slíkur vera hæfur aðili í skilningi NI 43-101.