English Icelandic
Birt: 2022-03-16 10:05:00 CET
Marel hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Marel: Ársskýrsla Marel 2021 – 360° heildarsýn

Ársskýrsla Marel fyrir árið 2021 er komin út.

Þar er leitast við að gefa lesendum innsýn í starfsemi Marel, stefnu og tækifæri til vaxtar. Árangur Marel byggir á stöðugri nýsköpun og öflugu neti starfsmanna hringinn í kringum hnöttinn. Við getum öll haft áhrif. Í hringrásarhagkerfinu skiptir hver gráða máli og 360° heildarsýn okkar snýst um að auka sjálfbærni í matvælaframleiðslu með betri nýtingu á hráefni, orku og vatni. Þannig höldum við ótrauð áfram að umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu.

Ársskýrslan er aðgengileg á stafrænu formi, þar sem meðal annars er að finna yfirgripsmikla umfjöllun um Marel sem er í fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á alifuglum, kjöti og fiski. Hjá Marel starfa nú yfir 7.000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 750 á Íslandi. Marel velti 1,4 milljörðum evra árið 2021, en árlega fjárfestir félagið um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu.

Kynntu þér ársskýrslu Marel 2021 á www.marel.com/ar.

Rafrænn aðalfundur Marel

Aðalfundur Marel hf. verður haldinn í dag 16. mars 2022 klukkan 16:00. Fundurinn er eingöngu rafrænn og fer fram á ensku. Nánari upplýsingar og fundargögn má nálgast á aðalfundarvef Marel, á marel.com/agm.

Fyrirspurnir um skráningu eða fyrirkomulag fundarins má senda á agm@marel.com eða hringja í 563 8205 milli 9:00-16:00.

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.

Um Marel

Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá Marel starfa nú yfir 7.000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 750 á Íslandi. Marel velti 1,4 milljörðum evra árið 2021, en árlega fjárfestir félagið um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var stofnað 1983, skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, og tvíhliða skráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam árið 2019.