Icelandic
Birt: 2023-11-07 18:49:32 CET
Reykjavíkurborg
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reykjavíkurborg - kynningarfundur fyrir markaðsaðila vegna fjárhagsáætlunar

Reykjavíkurborg mun í tengslum við framlagningu fjárhagsáætlunar 2024 og fimm ára áætlunar 2024-2028 halda kynningarfund fyrir markaðsaðila. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 9. nóvember kl. 16:00 í skrifstofum Reykjavíkurborgar Borgartúni 12, 7. hæð í fundarherbergi Kerhólar.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs munu ásamt Halldóru Káradóttur, sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem lögð var fyrir til fyrri umræðu í borgarstjórn þann 7. nóvember.

Nánari upplýsingar veitir,
Halldóra Káradóttir sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
halldora.karadottir@reykjavik.is