Icelandic
Birt: 2022-03-31 19:58:40 CEST
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reginn hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs


Reginn hf. (Nasdaq: REGINN) hefur lokið útboði á skuldabréfum í nýjum skuldabréfaflokki REGINN280429. Alls bárust tilboð að fjárhæð 4.660 m.kr. að nafnverði.

Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 3.000 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 1,03%. Flokkurinn er verðtryggður og tryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins.

Uppgjör viðskiptanna er fyrirhugað þann 8. apríl næstkomandi, óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í kjölfarið. 

Fossar markaðir hafa umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna ásamt töku þeirra til viðskipta á Nasdaq Iceland.


Nánari upplýsingar:

Rósa Guðmundsdóttir – Framkvæmdastjóri fjármála– rosa@reginn.is  - S: 512 8900 / 844 4776