Fyrirhuguð kaup á fasteignumAlma íbúðafélag hf. hefur samþykkt tilboð um kaup á fasteignum að Elliðabraut 4-10, Reykjavík. Um er að ræða allt að 83 íbúðir sem afhendast á næstu 9 mánuðum. Kaupverðið er allt að 5.080 milljónir. Kaupin eru ýmsum fyrirvörum háð en stefnt er að því að aflétta þeim á næstu sex vikum. Kaupin eru í samræmi við stefnu félagsins um að stuðla að auknu framboði leiguhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri – netfang ingolfur@al.is.
|