Niðurstaða úr skuldabréfaútboði ReykjavíkurborgarReykjavíkurborg hefur lokið útboði í skuldabréfaflokkunum RVK 32 1 og RVKG 48 1.
Í heildina bárust tilboð að nafnvirði 2.470 m.kr. í flokkana. Heildartilboð í RVK 32 1 voru samtals 2.310 m.kr. að nafnvirði á bilinu 0,91% - 1,00%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.910 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 0,95%. Útistandandi fyrir útboð voru 17.283 m.kr. að nafnvirði. Heildarstærð flokksins er nú 19.193 m.kr. að nafnverði. Heildartilboð í RVKG 48 1 voru samtals 160 m.kr. að nafnviði á bilinu 1,34% - 1,35%. Ákveðið var að hafna öllum tilboðum. Uppgjörsdagur er þriðjudagurinn 10. maí 2022. Viðskiptavakar Reykjavíkurborgar, Arion banki, Íslandsbanki, Kvika banki og Landsbanki, höfðu umsjón með útboðinu. Nánari upplýsingar veitir: Helga Benediktsdóttir Skrifstofustjóri fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu Netfang: helga.benediktsdottir@reykjavik.is Sími: 898-8272
|