Icelandic
Birt: 2024-10-08 17:55:53 CEST
RARIK ohf.
Fjárhagsdagatal

RARIK lýkur skuldabréfaútgáfu fyrir 5,5 milljarða

RARIK ohf. hefur lokið sölu á nýjum skuldabréfaflokki með auðkenni RARIK 151039 fyrir 5.500 milljónir króna að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 3,85%. 

Skuldabréfaflokkurinn RARIK 151039 er verðtryggður til 15 ára. Höfuðstóll greiðist með 30 jöfnum afborgunum tvisvar á ári, í fyrsta sinn 15. apríl 2025 og á sex mánaða fresti þar á eftir á 15. degi mánaðarins. Stefnt er að skráningu og að flokkurinn verði tekinn til viðskipta á aðalmarkaði NASDAQ Iceland á næstu mánuðum.

Mikil fjárfestingaþörf er til framtíðar í dreifikerfi RARIK, ekki síst til að koma til móts við þriðju orkuskiptin og tryggja gott afhendingaröryggi til viðskiptavina. RARIK gegnir lykilhlutverki í orkuskiptum á Íslandi og hefur það að meginhlutverk að auka verðmætasköpun og lífsgæði viðskiptavina sinna með öruggri afhendingu á endurnýjanlegri orku og samfélagslega ábyrgum rekstri.

Stefnt er að uppgjöri viðskipta 15. október 2024.

Íslandsbanki hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna auk töku þeirra til viðskipta.

Frekari upplýsingar veitir Elísabet Ýr Sveinsdóttir, fjármálastjóri, s. 528-9123