Vísað er til tilkynningar Íslandsbanka hf. (hér eftir bankinn) 13. maí 2024 um endurkaupatilboð til eigenda ákveðinna útistandandi skuldabréfa í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í mars 2025, sem eru listuð hér að neðan (hér eftir skuldabréfin), gegn eingreiðslu (hér eftir endurkaupatilboðið). Endurkaupatilboðið var háð þeim skilmálum sem koma fram í tilkynningu um endurkaupatilboð (e. Tender Information Document) sem er dagsett 13. maí 2024.
Niðurstöður
Frestur til að taka þátt í endurkaupatilboðinu rann út kl. 12:00 CET þann 16. maí 2024. Bankinn mun kaupa tilbaka öll skuldabréf sem eru löglega boðin út samkvæmt endurkaupatilboðinu. Verð og niðurstöður endurkaupatilboðsins koma fram í töflunni hér að neðan:
Lýsing skuldabréfanna / ISIN / Verð / Samþykkt tilboð
SEK 450,000,000 FRN due March 2025 / XS2325591365 / 100.550% / SEK 388,000,000
NOK 750,000,000 FRN due March 2025 / XS2325336092 / 100.550% / NOK 485,000,000
Íslandsbanki mun einnig greiða upphæð sem jafngildir áföllnum og ógreiddum vöxtum af skuldabréfunum á uppgjörsdegi (eins og hann er skilgreindur hér að neðan) í samræmi við skilmála skuldabréfanna.
Uppgjör
Gert er ráð fyrir að uppgjör endurkaupatilboðsins fari fram þann 22. maí 2024 (uppgjörsdagur).
Umsjónaraðili endurkaupatilboðsins
Danske Bank A/S
Telephone: +45 33 64 88 51
Email: liabilitymanagement@danskebank.dk