Icelandic
Birt: 2023-01-12 17:05:16 CET
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Meiri vörusala og hærri rekstrarhagnaður Ölgerðarinnar á þriðja ársfjórðungi

Meiri vörusala og hærri rekstrarhagnaður Ölgerðarinnar á þriðja ársfjórðungi

  • Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar var 17,5% hærri á þriðja ársfjórðungi 2022 en á sama tímabili 2021
  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hækkaði um 304 milljónir kr. milli tímabila og jókst um 35%
  • 25% magnaukning á bjórsölu til hótela og veitingastaða
  • 16% magnaukning í áfengissölu hjá ÁTVR
  • Rekstrarhagnaður fyrstu 9 mánuði ársins 3.674 mkr og jókst um 32%

Árshlutareikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2022 – 30. nóvember 2022 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 12. janúar 2023.

Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrir þriðja ársfjórðung 2022 (Q3 2022) eru:

  • EBITDA nam 1.168 millj. kr. samanborið við 863 millj. kr. á Q3 2021, sem jafngildir 35% hækkun milli ára.
  • Eigið fé í lok Q3 2022 nam 9,4 ma. kr. og eiginfjárhlutfall 36,3% samanborið við 31,5% við lok síðasta fjárhagsárs.
  • Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 7.431 millj. kr. í lok Q3 2022 samanborið við 8.366 millj. kr. í lok árs 2021.
  • Hagnaður eftir skatta var 574 millj. kr. á Q3 og jókst um 14,2%.

Samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs jókst rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) um 304 milljónir króna frá sama tímabili árið 2021. Rekstrarhagnaðurinn var 1.168 milljónir króna á þriðja  ársfjórðungi 2022 en var 863 milljónir króna á sama tímabili árið 2021. Hagnaður eftir skatta á tímabilinu var 574 milljón króna og jókst um 71 milljónir króna milli ára. Eigið fé Ölgerðarinnar var 9,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 36%. Þá lækkuðu vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé um 934 milljónir króna á tímabilinu.

„Það er ánægjulegt að sjá áframhaldandi þróun í vexti Ölgerðarinnar á árinu og góðar viðtökur viðskiptavina okkar við vörum okkar og nýsköpun.  Starfsfólk Ölgerðarinnar hefur lagt hart að sér að leita leiða til hagræðingar í rekstri samhliða  aukinni framleiðslu og þess njóta viðskiptavinir og neytendur þar sem  verð um áramót hækka talsvert minna en verðlag síðasta árs” segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Upplýsingar veita Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, í síma 665-8010 og Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri í síma 820-6491.

ViðhengiOlgerin - Frettatilkynning - Q3 2022.pdf
Olgerin hf. - Arshlutareikningur Q3.pdf