Útgáfa á nýjum stuttum skuldabréfaflokki og stofnun nýs langs skuldabréfaflokks ReykjavíkurborgarÍ borgarráði 29. febrúar var samþykkt heimild til fjármála- og áhættustýringarsvið að leita tilboða og samþykkja tilboð í umsjón með útgáfu á nýjum óverðtryggðum skuldabréfaflokki til skemmri tíma, þ.e. til 3-5 ára. Útgáfa í nýjum stuttum skuldabréfaflokki yrði innan samþykktrar lántökuáætlunar fyrir árið 2024. Fjárhæð útgáfunnar yrði allt að 3 milljarðar króna. Tilgangur útgáfunnar væri að auka úrval fjárfestingarkosta á skuldabréfamarkaði og ná til breiðari hóps fjárfesta en megnið af útgefnum skuldabréfum Reykjavíkurborgar eru til langs tíma.
Jafnframt var fjármála- og áhættustýringarsviði veitt heimild til að leita samhliða tilboða í mögulega umsjón, ráðgjöf og útgáfu á nýjum löngum verðtryggðum skuldabréfaflokki. Tilgangur útgáfunnar væri að fjölga valkostum í fjármögnun og lánastýringu en hefðbundnir verðtryggðir skuldabréfaflokkar Reykjavíkurborgar og jafnframt þeir stærstu eru með lokagjalddaga árið 2032 og 2053. Gert er ráð fyrir að markaðsaðilum verði boðið að senda tilboð í umsjón með ofangreindu og að samið verði við einn eða fleiri aðila um ráðgjöf og umsjón með útgáfu og sölu. Nánari upplýsingar gefur: Halldóra Káradóttir, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs netfang: halldora.karadottir@reykjavik.is Sími: 411-1111
|