Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á ISB GB 27 1122 flokki almennra skuldabréfa (e. senior preferred). Heildareftirspurn í útboðinu var 2.420 m.kr á ávöxtunarkröfunni 8,29% - 9,00%.
Seld voru skuldabréf að fjárhæð 1.680 m.kr. í flokknum á ávöxtunarkröfunni 8,78%.
Áætlaður uppgjörsdagur viðskipta er 28. febrúar 2023.
Stefnt er að skráningu bréfanna á Nasdaq Iceland þann 28. febrúar 2023 og verða þau gefin út undir European Medium Term Notes (EMTN) útgáfuramma bankans.
Andvirði útgáfunnar mun verða notað til lánveitinga sem uppfylla skilyrði sem sett eru fram í sjálfbærum fjármálaramma Íslandsbanka. Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu bankans: https://www.islandsbanki.is/is/vara/bankinn/fjarmognun-bankans.