Icelandic
Birt: 2022-08-18 17:50:32 CEST
Vátryggingafélag Íslands hf.
Árshlutareikningur - 6 mán.

VÍS: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2022

Árshlutareikningur félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2022 var staðfestur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi þann 18. ágúst.

Helstu niðurstöður 2F 2022

 • Hagnaður tímabilsins eftir skatta var 476 milljónir kr. samanborið við hagnað upp á 2.599 milljónir kr. á sama tímabili í fyrra
 • Hagnaður af vátryggingarekstri tímabilsins nam 241 milljón kr. samanborið við 321 milljóna kr. hagnað á sama tímabili 2021
 • Samsett hlutfall fjórðungsins var 98,0% en var 95,3% á sama tíma í fyrra
 • Iðgjöld tímabilsins voru 5.909 milljónir kr. í samanburði við 5.649  milljónir kr. á sama tíma og í fyrra
 • Tekjur af fjárfestingarstarfsemi voru 452 milljónir kr. samanborið við 2.574 milljónir kr. á sama tímabili 2021

Helstu niðurstöður fyrri helmings ársins 2022

 • Hagnaður tímabilsins var 549 milljónir kr. í samanburði við 4.503 milljóna kr. hagnað árið 2021
 • Tap af vátryggingarekstri tímabilsins nam 2 milljónum kr. samanborið við 79 milljóna kr. tap á sama tímabili 2021
 • Samsett hlutfall var 102,0% en 101,6% á sama tíma í fyrra
 • Iðgjöld tímabilsins voru 11.605 milljónir kr. í samanburði við 11.169  milljónir kr. á sama tíma og í fyrra
 • Nafnávöxtun fjáreigna nam 1,9% eða sem nemur 818 milljónum kr.
 • Arðsemi eigin fjár á fyrstu sex mánuðum ársins var 3,0% en var 25,5% á sama tímabili í fyrra

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS:

„Við sjáum skýr merki þess að samfélagið sé komið á fullan skrið eftir kórónuveirufaraldurinn sem er virkilega ánægjulegt. Hlutverk okkar er að vera traust bakland í óvissu lífsins og við greiddum út 8.066 milljónir króna í tjónabætur á fyrstu sex mánuðum ársins. Vátryggingareksturinn fyrstu sex mánuði ársins litaðist af þungum vetri ─ en þó var ekkert stórtjón. Samsett hlutfall fyrir fyrstu sex mánuði ársins var 102,0% samanborið við 101,6% á sama tíma í fyrra ─ og munar þar um einskiptiskostnað vegna skipulagsbreytinga sem framkvæmdar voru í apríl. Hagnaður tímabilsins eftir skatta nam 549 milljónum króna.

Jákvæðar fjárfestingartekjur

Fjárfestingartekjur voru jákvæðar þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Þær skýrast fyrst og fremst af hækkunum á óskráðum eignum sem nemur um 1,3 milljarði króna ─  og má þar helst nefna Kerecis og Controlant. Athygli vekur hversu vel þessum fyrirtækjum hefur gengið á alþjóðlegum vettvangi.  Ávöxtun fjáreigna á fjórðungnum nam 1,1%  eða 452 milljónum króna. Þetta er frábær árangur í ljósi þess að bæði hlutabréfa- og skuldabréfavísitölur lækkuðu í fjórðungnum.

Óbreyttar horfur fyrir árið

Horfur  fyrir árið eru óbreyttar ─ og gert er ráð fyrir að samsett hlutfall ársins 2022 verði á bilinu 95-97%. Rík áhersla hefur verið á að tryggja arðsemi í tryggingarekstrinum ─ og því hafa skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir átt sér stað hjá félaginu. Skipulagsbreytingarnar eru nú að fullu innleiddar ─ og hagræðingaraðgerðir munu hafa jákvæð áhrif á rekstur félagsins á komandi ársfjórðungum.

Við munum verðlauna fyrir tryggð

Við erum þakklát fyrir viðskiptavini okkar ─ og viljum sýna það í verki. Undanfarna mánuði höfum við þróað nýtt og spennandi vildarkerfi fyrir viðskiptavini okkar. VÍS verður fyrst íslenskra tryggingafélaga til að verðlauna fyrir tryggð viðskiptavina sinna með gagnsæjum hætti. Þannig munu þeir sjá hvernig kjör þeirra og fríðindi breytast m.a. með aukinni viðskiptalengd og fjölda trygginga. Nýja vildarkerfið verður hjartað í samskiptum okkar og mun hjálpa okkur að þekkja enn betur þarfir viðskiptavina okkar og mæta þörfum þeirra. Vildarkerfið verður kynnt til sögunnar á næstunni─ og ég er viss um að því verði vel tekið hjá viðskiptavinum okkar.“

Kynningarfundur

Kynningarfundur vegna uppgjörsins fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn föstudaginn 19. ágúst, klukkan 8:30 í húsnæði félagsins, Ármúla 3. Helgi Bjarnason, forstjóri félagsins, mun kynna uppgjörið og svara spurningum. Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast hér: https://www.vis.is/fjarfestaupplysingar/   

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi og nálgast upptöku að honum loknum á vefslóðinni:
https://vis.is/2-arsfjordungur-2022/

Fjárhagsdagatal 

Þriðji ársfjórðungur  2022 ||  20. október 2022
Ársuppgjör 2022 || 23. febrúar 2023
Aðalfundur 2023 || 16. mars 2023

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 eða með netfanginu erlat@vis.is

ViðhengiAfkomutilkynning 2F 2022.pdf
VIS - Samstuarshlutareikningur 30.6.2022.pdf