English Icelandic
Birt: 2024-09-17 15:10:00 CEST
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki gefur út skuldabréf í Bandaríkjadölum sem teljast til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (AT1)

Arion banki gaf í dag út AT1 skuldabréf að upphæð 125 milljónir Bandaríkjadala. Umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum og heildareftirspurn var um 250 milljónir Bandaríkjadala. Tilboð bárust frá ríflega 35 fjárfestum frá Bretlandi, Evrópu, Asíu og Íslandi.

Útgáfa bréfanna styrkir eiginfjárgrunn bankans og er liður í að viðhalda hagkvæmri skipan eiginfjár í samræmi við markmið bankans.

Skuldabréfin bera fasta 8,125% vexti. Bréfin eru breytanleg í hlutabréf ef eiginfjárþáttur 1 fer niður fyrir 5,125%. Vænt lánshæfismat á AT1 skuldabréfin er Ba2 frá Moody´s.

Umsjónaraðilar útgáfunnar eru BofA Securities, Morgan Stanley og UBS.

Þessar upplýsingar eru birtar í samræmi við upplýsingaskyldu Arion banka hf. skv. reglugerð Evrópusambandsins um markaðssvik (MAR), þann 2024-09-17 13:10 GMT.


Arion banki gefur ut skuldabref i Bandarikjadolum sem teljast til vibotar eiginfjarattar 1 AT1.pdf