English Icelandic
Birt: 2024-06-11 20:13:48 CEST
Orkuveita Reykjavíkur
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Orkuveitan - Niðurstaða útboðs grænna skuldabréfa

Útboði á grænum skuldabréfum Orkuveitunnar (Orkuveitu Reykjavíkur) lauk í dag, 11. júní 2024. Gefin voru út skuldabréf í skuldabréfaflokkunum OR020934 GB og OR180255 GB.

OR020934 GB ber fasta verðtryggða vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 2. september 2034. Áður hafa verið gefin út bréf að nafnverði 27.042 m.kr. í flokknum.

Heildartilboð í flokkinn voru samtals 865 m.kr. að nafnvirði, þar sem ávöxtunarkrafa var á bilinu 4,00% - 4,08%. Tilboðum að fjárhæð 565 m.kr. að nafnvirði var tekið á ávöxtunarkröfunni 4,05%.

OR0180255 GB ber fasta verðtryggða vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 18. febrúar 2055. Áður hafa verið gefin út bréf að nafnverði 32.346 m.kr. í flokknum.

Heildartilboð í flokkinn voru samtals 2.600 m.kr. að nafnvirði, þar sem ávöxtunarkrafa var á bilinu 3,50 - 3,56%. Tilboðum að fjárhæð 1.900 m.kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 3,51%.

Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq á Íslandi með sjálfbær skuldabréf.


Nánari upplýsingar:
Snorri Hafsteinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Fjármála Orkuveitunnar, sími: 516 6100, netfang: snorri.hafsteinn.thorkelsson@or.is
Matei Manolescu, markaðsviðskiptum Fossa fjárfestingarbanka, sími: 522 4008, netfang: matei.manolescu@fossar.is