English Icelandic
Birt: 2023-11-16 09:30:00 CET
Nasdaq Nordic
Fjárfestatilkynningar

Nasdaq Iceland býður Kaldalón velkomið á Aðalmarkaðinn

Reykjavík, fimmtudagur, 16. nóvember 2023 -- Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) tilkynnir að í dag hefjast viðskipti með hlutabréf Kaldalóns hf. (auðkenni: KALD) á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Kaldalón tilheyrir fasteignageiranum og er 26. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic* í ár.

Kaldalón er vaxandi fasteignafélag með dreift eignasafn á höfuðborgarsvæðinu og nálægt helstu höfnum og flughöfnum landsins. Félagið leggur áherslu á vöru- og iðnaðarhúsnæði, og verslunar- og þjónustuhúsnæði; og hefur einfaldan rekstur að leiðarljósi sem og létta yfirbyggingu til framtíðar. Nánari upplýsingar má finna á www.kaldalon.is

"Við settum okkur skýr og mælanleg markmið fyrir skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland sem hefur nú verið náð.”, sagði Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns. "Síðan félagið var skráð á Nasdaq First North hefur það farið í gegnum töluvert umbreytingarferli. Á þessum tíma hefur fjöldi hluthafa með fimmfaldast sem sýnir að fjárfestar, stórir sem smáir deila okkar hugmyndafræði og framtíðarsýn. Hluthafar eru um 600 og fer enginn með stærri eignarhlut en 16%. Skráning félagsins á Aðalmarkað er því mjög spennandi verkefni sem mun fram veginn styðja við vöxt félagsins.”

"Það er okkur mikil ánægja að bjóða Kaldalón velkomið á Aðalmarkaðinn," sagði Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. "Félagið hefur verið mjög stefnufast í sinni veru á Nasdaq First North og lagt áherslu á að nýta sér vel þann sýnileika og tækifæri til vaxtar sem skráning veitir. Skráning á Aðalmarkað veitir félaginu enn meiri sýnileika og trúverðugleika sem og aðgang að breiðari hópi fjárfesta en áður. Við óskum félaginu og hluthöfum innilega til hamingju og hlökkum til að styðja við félagið fram veginn.”

*Aðalmarkaðir og Nasdaq First North Growth Markets hjá Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland, og Nasdaq Stockholm.

Um Nasdaq

Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) er alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem þjónar verðbréfamörkuðum og öðrum atvinnugeirum. Fjölbreytt framboð okkar af markaðsgögnum, greiningarvörum, hugbúnaði og þjónustu gerir viðskiptavinum okkar kleift að láta framtíðarsýn þeirra verða að veruleika. Til að fræðast meira um félagið, tæknilausnir og störf hjá okkur, smellið á LinkedIn, Twitter @Nasdaq eða www.nasdaq.com

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.

 

         FJÖLMIÐLASAMSKIPTI
          Kristín Jóhannsdóttir
          868 9836
          kristin.johannsdottir@nasdaq.com