Í heild bárust 6 tilboð að fjárhæð 1.220 m.kr að nafnvirði í flokkinn ARION CBI 30 á ávöxtunarkröfu á bilinu 3,00-3,19%. Tilboð að nafnvirði 1.020 m.kr. voru samþykkt á kröfunni 3,12%. Heildarstærð flokksins verður 7.020 m.kr. eftir útgáfuna.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 24. ágúst 2023.
Umsjónaraðili útboðsins er Markaðsviðskipti Arion banka.