Published: 2021-01-05 17:07:34 CET
NASDAQ Iceland hf.
Markaðstilkynningar

Viðurlaganefnd Nasdaq Iceland áminnir Brim hf. opinberlega

Viðurlaganefnd Nasdaq Iceland hefur komist að þeirri niðurstöðu að áminna beri Brim hf. opinberlega fyrir brot á ákvæðum 14 í viðauka C í reglum Kauphallarinnar fyrir útgefendur hlutabréfa.

Ítarlegri lýsingu á málavöxtum og ákvörðun má finna í viðhengi.

Um Viðurlaganefndina

Viðurlaganefnd Nasdaq Iceland hf. tekur til meðferðar og ákvarðar um viss mál vegna brota á reglum Nasdaq Iceland.

Viðurlaganefndin, sem skipuð er af stjórn Nasdaq Iceland hf., samanstendur af þremur óháðum sérfræðingum. Nefndarmenn eru  Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands (formaður),  Katrín Ólafsdóttir, PhD í hagfræði og dósent við Háskólann í Reykjavík og Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

 


22.12.2020 Akvorun mal 2-2020 ISL.pdf