Icelandic
Birt: 2022-09-13 20:01:31 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

REITIR: Stækkun á skuldabréfaflokknum REITIR150537

Reitir fasteignafélag hf. hefur lokið stækkun á  skuldabréfaflokknum REITIR150537.

Flokkurinn er verðtryggður og tryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 15. maí 2037 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með jöfnum afborgunum. Flokkurinn ber fasta 1,75% ársvexti en greiðslur vaxta og afborgana eru á tveggja mánaða fresti.

Seld voru skuldabréf að nafnverði 1.500 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 2,55% og verður heildarstærð flokksins því í kjölfar stækkunar að nafnverði 6.190 milljónir króna.

Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna miðvikudaginn 21. september næstkomandi og verður óskað eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland samhliða.

Grunnlýsing félagsins, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu framangreinds skuldabréfaflokks eru birt á vefsíðu félagsins, reitir.is/fjarfestar. Tilkynningar sem Reitir fasteignafélag hf. birtir í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.

Íslandsbanki hafði umsjón með sölu skuldabréfanna.

Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, netfang: einar@reitir.is, sími 669 4416.