Published: 2009-02-20 16:01:22 CET
Kvika banki hf.
Reikningsskil
- Ársreikningur 2008
Afkoma MP Banka hf. á árinu 2008

Hagnaður 860 milljónir króna eftir skatta. 
Arðsemi eigin fjár 14,7%

MP Banki hf. skilaði 860 milljóna króna hagnaði
eftir skatta á árinu 2008,
samanborið við 1.780 milljóna króna hagnað á árinu
2007. Skýringin á minni
hagnaði bankans eru afskriftir í kjölfar falls stóru
íslensku bankanna og
gjaldþrots Lehman Brothers. Samtals lagði bankinn til
hliðar 2.248 milljónir
króna vegna afskrifta og telur sig þar með hafa mætt
allri afskriftaþörf sem
leiddi af bankahruninu. 

Hagnaðurinn jafngildir
14,7% ávöxtun eigin fjár á ársgrundvelli. Eigið fé
nemur 6.624 milljónum
króna og er eiginfjárhlutfall bankans (CAD) 22,3%. Meira
en helmingur af
eignum bankans var í lausu fé, innstæðum hjá Seðlabanka Íslands
og í
ríkistryggðum skuldabréfum. MP Banki fékk viðskiptabankaleyfi í
lok
starfsársins og í árslok námu innlán þriðjungi af fjármögnun bankans en
það
hlutfall er í dag rúmlega 40%. 

Helstu niðurstöður úr rekstri og
efnahag:

• Hagnaður ársins 2008 nam 860 m.kr. sem er 51,7% lækkun
samanborið við árið
  2007. 

• Hreinar vaxtatekjur hækka um 51,6% milli
ára. Námu 1.181 m.kr. á árinu 2008 
  samanborið við 779 m.kr. árið 2007.


• Þóknunartekjur dragast saman um 32% á milli ára.

• Arðsemi eigin
fjár (ROE) jafngildir 14,7% ávöxtun á ársgrundvelli árið 2008.

• 
Gengishagnaður af fjármálastarfsemi jókst verulega milli ára og nam 1.825
 
m.kr. í árslok 2008 samanborið við 159 m.kr. í árslok 2007. 

• Hreinar
rekstartekjur jukust um 61,9% frá sama tíma í fyrra og námu 3.971
  m.kr.


• Heildareignir bankans haldast stöðugar og í lok desember 2008 eru þær
53.378
  m.kr, samanborið við 52.549 m.kr. þann 31. desember 2007. 

• 
Afskriftareikningur útlána nemur 2.247 m.kr.

• Laust fé bankans nam 15.524
m.kr. þann 31. desember 2008.

• Eigið fé var 6.624 m.kr. þann 31. desember
2008 sem er 7,1% hækkun frá 31.
  desember 2007. 

• Eiginfjárhlutfall
(CAD) samstæðunnar var 22,3% í lok árs 2008.

• Fjöldi starfsmanna var 54
þann 31. desember 2008 samanborið við 52 starfsmenn
  á sama tíma
2007.


Um reksturinn á árinu 2008:

Rekstur MP Banka gekk vel á árinu,
sérstaklega þegar tekið er mið af mjög
erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum um
allan heim. Vaxtamunur bankans jókst
verulega frá fyrra ári sem skýrist að
miklu leyti af stöðutöku bankans á
skuldabréfamarkaði sem og stór auknum
umsvifum í skuldabréfamiðlun. 

Þóknunartekjur dragast nokkuð saman frá árinu
2007 sem skýrist af minnkandi
umsvifum á innlendum og erlendum
hlutabréfamarkaði, þó aukningin í þóknunum af
skuldabréfamiðlun vegi þar
talsvert á móti. Fall íslenska bankakerfisins sem og
gjaldþrot Lehman Brothers
hafði veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins og
þurfti bankinn að færa í
afskriftarreikning verulegar fjárhæðir vegna þessara
tveggja atburða.
Jafnframt missti bankinn mikið af áhættuvörnum gegn lækkandi
eignaverði við
fall Lehman Brothers. 

Eignastýringu bankans vegnaði vel á árinu þar sem
góður árangur í stýringu
eignasafna viðskiptavina hefur leitt til mikillar
aukningar eftirspurnar hjá MP
Banka á því sviði. Gildir það jafnt fyrir
einstaklinga og stofnanafjárfesta. 
Gengishagnaður bankans var góður á árinu
sem skýrist aðallega af gengishagnaði
af stöðutöku í ríkistryggðum
skuldabréfum. Í uppgjörinu er veruleg niðurfærsla
á fyrirtækjaskuldabréfaeign
bankans. CAD eiginfjárhlutfall bankans í árslok
2008 var 22,3%. Í árslok námu
innlán þriðjungi af fjármögnun bankans en það
hlutfall er í dag rúmlega 40%.


Horfur fyrir árið 2009:

Ekki sér enn fyrir endann á þeim þrengingum sem
eru á fjármálamörkuðum um allan
heim. Háir stýrivextir, mikil verðbólga,
gjaldeyrishöft og áframhaldandi
lækkun á eignaverði gefa heldur ekki tilefni
til mikillar bjartsýni. Þá er
óvissa um efnahag margra fjármálastofnana
hérlendis sem nauðsynlegt er að fá
niðurstöðu í sem allra fyrst til að auka
traust á innlendum fjármálamarkaði. 
Hjá MP Banka verður áfram unnið að því að
takmarka áhættu í rekstri bankans.
Skuldabréfamiðlun verður efld sem og
eignastýringarsvið bankans þar sem
hlutleysi og fagmennska verða áfram höfð að
leiðarljósi. Viðskiptabankaleyfi
gefur tækifæri til frekari útvíkkunar á
starfseminni en fyrst um sinn verður
leyfið nýtt til að breikka
þjónustuframboð bankans fyrir viðskiptavini í
eignastýringu í formi innlána,
séreignarlífeyrissparnaðar og kortaviðskipta. 
Sterkt eiginfjárhlutfall ásamt
meðvitaðri ákvörðun um að minnka áhættu í
rekstri bankans á seinni hluta árs
2007 og á árinu 2008 gera bankanum kleift að
horfa fram á veginn og byggja
bankann upp til að takast á við þau verkefni sem
taka við er birtir til í
efnahag heimsins. Frekari upplýsingar veitir:
Styrmir Þór Bragason,
forstjóri MP Banka hf., í síma 540 3200.
 


mpbank 311208.pdf
20 02 2009 ft mpb uppgjor.pdf