Published: 2018-04-05 11:46:59 CEST
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reginn hf.: Eldur í fasteign félagsins að Miðhrauni 4 í Garðabæ

Eldur hefur komið upp í fasteign Regins hf. að Miðhrauni 4 í Garðabæ. Eignarhluti Regins í húsinu er 3.390 m2 en stærð hússins  í heild er 5.488 m2. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði, byggt upp með stálgrind og einingum. Húsið hefur verið í fullri útleigu og er stærsti leigutakinn Drífa ehf. ( Icewear). Bókfært virði eignarhluta Regins er 580 m.kr. Húsið er að fullu tryggt en brunabótamat þess hluta sem Reginn á er um 700 m.kr. Félagið telur allar líkur á að húsið sé nánast ónýtt. Samkvæmt upplýsingum félagsins urðu ekki slys á fólki.

Atburður þessi mun ekki hafa áhrif á afkomu Regins hf.


Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262