English Icelandic
Birt: 2022-04-06 19:00:00 CEST
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki: Arion banki lýkur útgáfu á grænum skuldabréfum í íslenskum krónum

Arion banki lauk í dag útboði á græna skuldabréfaflokknum ARION 26 1222 GB fyrir samtals 900 m.kr.
Í heild bárust 5 tilboð að fjárhæð 1.060 m.kr. að nafnvirði í flokkinn ARION 26 1222 GB á ávöxtunarkröfu á bilinu 6,00%-6,12%. Tilboð að nafnvirði 900 m.kr. á kröfunni 6,06% voru samþykkt.

Í samræmi við útboðstilkynningu bauðst Arion banki til að kaupa til baka ARION CB 22 gegn sölu í útboðinu á fyrirfram ákveðna verðinu 101,8863. Engin tilboð bárust sem fólu í sér greiðslu í ARION CB 22.

Skuldabréfin eru gefin út undir grænni fjármálaumgjörð bankans. Í umgjörðinni er með skýrum og gegnsæjum hætti gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem lánveitingar bankans þurfa að uppfylla til að teljast grænar.
Frekari upplýsingar má nálgast hér: https://wwwv2.arionbanki.is/bankinn/fjarfestatengsl/skuldabrefafjarfestar/graen-skuldabref/

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipti í Nasdaq Iceland þann 13. apríl 2022.

Umsjónaraðili útboðsins var Markaðsviðskipti Arion banka.


Arion banki Arion banki lykur utgafu a grnum skuldabrefum i islenskum kronum.pdf